Heilsu- og forvarnarvika hefst á mánudag
Heilsu- og forvarnarvika Reykjanesbæjar verður haldin vikuna 30.september -6. október n.k.
Við hvetjum íbúa Reykjanesbæjar til virkrar þátttöku í þeim viðburðum sem boðið er upp á eða bara að skella sér í góða göngu um bæinn okkar. Nánari upplýsingar um dagskrá vikunnar er hægt að nálgast á slóðinni http://www.fjorheimar.is/myndir/heilsu13.pdf
Gleðilega og árangursríka Heilsu- og forvarnarviku 2013
Íþrótta- og tómstundasvið Reykjanesbæjar