Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Heilsu- og forvarnarvika: Dagskrá dagsins
Fimmtudagur 6. október 2011 kl. 13:56

Heilsu- og forvarnarvika: Dagskrá dagsins

Á dagskrá heilsu- og forvarnarvikunnar í dag má meðal annars finna opið hús hjá Sjúkraþjálfun Suðurnesja og svo verður fyrirlestur um skaðsemi kannabis í Íþróttaakademíu Reykjanesbæjar klukkan 17:30.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fimmtudagur 6. október:

Kl: 09:30
Yogatími á útisvæði leikskólans Gimli. Drengir og stúlkur á Útgarði ásamt kennurum kjarnans bjóða foreldrum og öðrum velunnurum að taka þátt í yogaiðkun undir handleiðslu Guðrúnar Gunnarsdóttur yogakennara.
Kl: 10:00 Leikskólinn Holt býður foreldrum og öðrum bæjarbúum í kraftgöngu skipulagða m.t.t. aldurs og þroska leikskólabarnanna. Þrautabrautir úti eða í sal, boltaleiki á íþróttavellinum.
Kl: 10:00 Leikfimi á Nesvöllum í boði tómstundastarfs eldri borgara.
Kl: 10:30 Foreldramorgun í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Fjallað verður um gildi mataræðis og útiveru.
Kl: 12:00 - 13:00 Streita og streitustjórnun. Sálfræðingarnir Paola Cardenas og Steinunn Anna Sigurjónsdóttir halda fyrirlestur um streitu og streitustjórnun í fundarsal Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skólavegi 6, 3 hæð. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Kl: 15:00 - 18:00 Heilsa kynnir í Nettó Reykjanesbæ ýmsar heilsuvörur.
Kl: 15:00 - 18:00 Yggdrasill kynnir í Nettó Reykjanesbæ ýmsar heilsuvörur.
Kl: 15:00 - 18:00 Arka kynnir í Nettó Reykjanesbæ Berry safa.
Kl: 16:00 - 17:30 Drekaskátar: Strákar og stelpur í 2 – 4 bekk. Foreldrar, aðstandendur og aðrir sem hafa áhuga á að kynna sér skátastarfið er velkomið að koma og fylgjast með og/eða taka þátt í hefðbundnum fundi.
Kl: 16:00 - 18:00 Opið hús hjá Sjúkraþjálfun Suðurnesja, Hafnargötu 15. Ókeypis ráðgjöf og mat á stoðkerfiseinkennum auk blóðþrýstings- og blóðsykursmælinga.
kl: 16:30 Hjólað á milli skóla. Lagt af stað frá íþróttahúsi Myllubakkaskóla og hjólað að Heiðarskóla. Þaðan liggur leiðin að Holtaskóla, svo verður farið að Njarðvíkurskóla og ferðinni lýkur við Akurskóla þar sem boðið verður upp á ávexti. Hægt verður að slást í hópinn hvar sem er á leiðinn og hætta þegar þátttakendur kjósa. Áð verður við hvern skóla þar sem stutt kynning fer fram. Fararstjóri verður Gísi B. Gunnarsson.
Kl: 16:30 Kirkjuprakkarar, barnastarf fyrir 6 -9 ára krakka. Farið í leiki úti og inni. Ytri-Njarðvíkurkirkju.
Kl: 17:25 Lífsstíll Vatnsnesvegi. MARAÞON-spinning, opinn tími.
Kl: 17:30 Æskulýðsstarf Njarðvíkurkirkju fyrir 10 ára og eldri. Farið í leiki og börnin frædd um samhengi forvarna og trúar.
Kl: 17:30 - 19:00 Bara gras? Íþróttaakademíunni Reykjanesbæ. Fræðsla til foreldra á Suðurnesjum um skaðsemi kannabis.
Kl: 18:00 - 19:00 Hlaupaæfing, Íþróttamiðstöðin í Njarðvík. Þríþrautardeild UMFN og Reykjanesbær bjóða einstaklingum upp á kennslu og leiðbeiningar í þeim greinum sem tilheyra þríþraut. Á æfingum fær fólk kennslu og leiðsögn eftir þörfum hvers og eins.
Kl: 19:30 Karma Keflavík. Sóley Birgisdóttir lýðheilsufræðingur verður með fyrirlestur um heilbrigðan lífsstíl og heilbrigt mataræði.

Heilsuhúsið Reykjanesbæ er með kynningu og kynningartilboð á Balance Bold(Jona-armböndin)

Mynd: Þríþrautarfólk mun kynna starfsemi sína í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur klukkan 18:00.