Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 13. mars 2001 kl. 09:50

Heiðarskóli var stigahæstur

Stærðfræðikeppni grunnskólanema var haldin í Fjölbrautaskóla Suðurnesja 24. febrúar s.l. Keppnin er fyrir 8., 9. og 10. bekk. Þetta er í 5. sinn sem keppnin er haldin í samvinnu við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Alls tók 71 nemandi þátt í keppninni og skiptust þeir þannig milli skóla: Heiðarskóli 21, Holtaskóli 11 Grindavík 10, Sandgerði 8, Myllubakkaskóli 7, Vogar 7, Njarðvíkurskóli 4, og Garður 3.
Íslandsbanki er styrktaraðili keppninnar hér og veitir hann þrenn verðlaun í hverjum árgangi. Auk þess fengu 10 fyrstu í hverjum árgangi viðurkenningarskjal. Afhending verðlauna og viðurkenninga fór fram sl. sunnudag á sal FS.
Verðlaunahafar í 8. bekk voru Elín Inga Ólafsdóttir Heiðarskóla í 1. sæti, Lilja Guðný Magnúsdóttir Heiðarskóla í 2. sæti og Anna Andrésdóttir Njarðvíkurskóla í 3. sæti.
Halldór Berg Harðarson Grunnskóla Sandgerðis var í 1. sæti af 9. bekkingum, Páll Guðmundsson Grunnskóla Grindavíkur í 2. sæti og Emily Huong Xuan Nguyen Myllubakkaskóla í því þriðja.
Sif Aradóttir Heiðarskóla var stigahæst af 10. bekkingum, Bergþóra Hallbjörnsdóttir Grunnskóla Sandgerðis í 2. sæti og Áki Snær Erlingsson Grunnskóla Grindavíkur í þriðja sæti.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024