Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Heiðarskóli í úrslit í Skólahreysti
Sunnudagur 3. febrúar 2008 kl. 13:48

Heiðarskóli í úrslit í Skólahreysti

Lið Heiðarskóla stóð sig frábærlega í hreystikeppni grunnskólanna sem fór fram í Fífunni í Kópavogi sl. fimmtudag. Þau unnu sinn riðil, en liðið var skipað þeim Eyþóri Inga Einarssyni, Huldu Sif Gunnarsdóttur, Ingvari Steinþórssyni og Soffíu Klemensdóttur.

Með sigrinum tryggðu þau sér sæti í lokakeppni Skólahreysti sem haldin varður í Laugardalshöll þann 17. apríl nk.

Fjölmennt stuðningslið nemenda og starfsfólks Heiðarskóla mætti til að hvetja sitt lið áfram og það bar enda tilætlaðan árangurþví auk þess sem liðið afrekaði sem heild náði Hulda Sif þeim árangri að jafna Íslandsmetið í armbeygjum þegar hún tók 65 slíkar.

Mynd af skolahreysti.is. Séð yfir salinn með þrautabrautinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024