Heiðarskóli 10 ára
Heiðarskóli er 10 ára á morgun og verður haldið upp á það með viðeigandi hætti.
Hátíðarhöldin hefjast í upphafi dags með því að nemendur og starfsmenn skólans búa til klakalistaverk á hringtorginu fyrir framan skólann. Verður eflaust gaman að sjá hvað sköpunargleðin og andagiftin munu leiða af sér við þá listsköpun. Að því loknu ætla nemendur og starfsmenn að faðma skólann sinn.
Afmælissamkoma hefst í íþróttahúsinu kl. 10 þar sem flutt verða ýmis skemmtiariði. Þar ber hæst að nefna nýjan skólasöng sem verður frumfluttur við þetta tækifæri. Í lok skóladags verður nemendum boðið upp á skúffuköku og mjólk. Foreldrar nemenda eru velkomnir í skólann þennan dag.
--
VFmynd/Þorgils - Frá Heiðarskóla