Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Heiðarskólakrakkar gáfu Fjölskylduhjálp jólagjafirnar
Mánudagur 19. desember 2011 kl. 14:58

Heiðarskólakrakkar gáfu Fjölskylduhjálp jólagjafirnar

Á litlu jólunum í Heiðarskóla er venjan að allir nemendur kaupi pakka fyrir 500 kr. og skiptist á pökkum. Í ár ákváðu nemendur í 7. bekk að breyta út af venjunni og vildu þeir frekar safna pening til að kaupa gjafir fyrir Fjölskylduhjálp Íslands. Þau söfnuðu samtals 20.500 kr.

Nemendur fóru í Nettó og keyptu þar samtals 8 gjafir sem þeir völdu sjálfir. Þeir pökkuðu inn gjöfunum og skreyttu og settu svo alla pakkana hjá jólatrénu sem er fyrir utan Nettó. Sælla er að gefa en að þiggja á svo sannarlega við í Heiðarskóla þessa dagana.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

-

-

-