Heiðarholt fékk styrk frá Isavia
- í stað verkefnis sem þeir ætluðu að klára.
Isavia styrkti skammtímavistunina Heiðarholt veglega á dögunum með það að sjónarmiði að klára uppsetningu á palli og heitum potti við staðinn.
Isavia hafði tekið að sér verkefnið og er ætlunin að vinna það á milli verka hjá sér. Sökum anna komust þeir ekki í það eins og þeir hefðu viljað. Þess vegna ákváðu þeir að styrkja Heiðarholt með peningaupphæð sem ætti að nægja til að klára verkið.
Starfsfólk og þjónustunotendur í Heiðarholti eru Isavia afar þakklát.