Heiðabúar vígja skáta
Eins og venja hefur verið munu Heiðabúar vígja skáta úr Keflavík, Garði og Sandgerði í Keflavíkurkirkju kl. 11 að morgni Sumardagsins fyrsta.
„Við munum ganga í skrúðgöngu til kirkju og leggur gangan af stað ekki seinna en kl.10.30. Að lokinni messu munum við ganga beina leið í skátahúsið aftur og hefst dagskrá þar um kl.12.00. Með okkur í för verða 25 skátar frá USA sem eru væntanlegir til landsins nú á næstu dögum. Fleiri góðir gestir verða með okkur þennan dag en við látum það ekki uppi að svo stöddu hverjir það eru. Við ætlum að syngja saman og spjalla að skátasið og að sjálfsögðu verður boðið uppá hið rómaða skátakakó sem Dísa okkar ætlar að hafa umsjón með“, sagði Ranghildur L. Guðmundsdóttir, félagsforingi Heiðabúa. Hún sagðist vonast til þess að sem flestir myndu láta sjá sig og fagna með nýju skátunum á þessum fyrsta degi sumars.
„Við munum ganga í skrúðgöngu til kirkju og leggur gangan af stað ekki seinna en kl.10.30. Að lokinni messu munum við ganga beina leið í skátahúsið aftur og hefst dagskrá þar um kl.12.00. Með okkur í för verða 25 skátar frá USA sem eru væntanlegir til landsins nú á næstu dögum. Fleiri góðir gestir verða með okkur þennan dag en við látum það ekki uppi að svo stöddu hverjir það eru. Við ætlum að syngja saman og spjalla að skátasið og að sjálfsögðu verður boðið uppá hið rómaða skátakakó sem Dísa okkar ætlar að hafa umsjón með“, sagði Ranghildur L. Guðmundsdóttir, félagsforingi Heiðabúa. Hún sagðist vonast til þess að sem flestir myndu láta sjá sig og fagna með nýju skátunum á þessum fyrsta degi sumars.