Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Heiðabúar á leið á skátamót í Englandi
Fimmtudagur 28. júlí 2005 kl. 16:09

Heiðabúar á leið á skátamót í Englandi

Þó landsmóti skáta sé lokið hafa Heiðabúar ekki fengið nóg af ferðalögum. Á morgun fara níu skátar á skátamótið Eurojam í Englandi.

Eurojam er stytting á European Jamborie sem er Evrópumót skáta árið 2005. Það er haldið í Highlands Park við smábæinn Chelmsford sem er um 40 mín akstur norðaustur af London í Englandi. Mótið er nokkurskonar undirbúningsmót fyrir alheimsmót skáta árið 2007 sem haldið verður á sama stað. Verið er að athuga hvernig gengur að halda mótið á þessum stað og hvort dagskráin gangi upp svo eitthvað sé nefnt.

Áætlað er að á mótið mæti um 25.000 skátar hvaðanæva að. Á alheimsmótinu er stefnt að því að þátttaka verði tvöföld á við það.

Fjórir skátar úr skátafélaginu Svanir frá Álftanesi að mæta á mótið ásamt Heiðabúum, auk tveggja fararstjóra.

Heiðabúar halda úti heimasíðu og verður hægt að fylgjast með ferðalagi þeirra þar. Farið verður þann 29. júlí til Englands og beint á mótið sem stendur til 10. ágúst. Eftir það munu ungmennin gista fjóra daga í London eða til 14. ágúst.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024