Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Heiða með útgáfupartý og tónleikaferð
Ljósmynd: Geirix
Miðvikudagur 25. janúar 2017 kl. 11:51

Heiða með útgáfupartý og tónleikaferð

— ásamt vínylsölu-dj-ing.

Heiða Eiríksdóttir tónlistarmaður hefur í á annað ár unnið að undirbúningi útgáfu á plötu sinni “Fast” sem hún gefur út undir listamannsnafni sínu Heidatrubador, en það er plata sem hún tók upp um sumarið 2015 í Berlín. Jafnhliða undirbúnings á útgáfu hefur Heiða skipulagt tónleikaferð til kynningar á plötunni, og nú er loksins komið að stóru stundinni.  Ferðin er handan við hornið, en hún hefst á Vínyl á Hverfisgötu næstkomandi fimmtudagskvöld, þegar Heiða fagnar geisladiska-útgáfu “Fast” sem kemur út í takmörkuðu upplagi. Vínyl-platan er í framleiðslu og kemur út með vorinu, en Karolína-fund söfnun á henni gekk vel. Einungis 150 geisladiskar af nýju plötunni verða framleiddir og þar af um 50 seldir á Íslandi, en restina tekur Heida með sér, ásamt einum gítar, nokkrum effektum og fötum til skiptanna þegar hún flýgur til Noregs þann 31. janúar.
 
Ástæður ferðarinnar eru tvíþættar: Annars vegar að kynna plötuna í nokkrum löndum Evrópu, og hins vegar að safna innblæstri í næstu plötu, en Heiða hyggst semja lágmark eitt lag í hverju landi sem hún kemur í og taka upp demo, sem hún vinnur svo úr í Berlín næsta sumar. Löndin sem verða heimsótt eru Noregur, Svíþjóð, Danmörk, England, Frakkland, Belgía og Þýskaland, og Heiða nýtur aðstoðar vina sinna í þessum löndum við að bóka og skipuleggja tónleikana.
 
Fjáröflun fyrir ferðalagið hefur staðið yfir í um hálft ár, þar sem Heiða hefur unnið í búð og dj-að, auk þess að vera með sína vikulegu þætti á Rás 2. Hún hefur einnig selt mikið af prívat-safni sínu af vínylplötum, og lokahnykkurinn í plötusölunni fer fram daginn eftir útgáfupartýið, föstudaginn 27.janúar, þegar hún plötusnúðast á Vínyl, og allar plötur sem hún spilar af verða einnig til sölu á viðráðanlegu verði svo fólk getur keypt plötuna þegar Heiða hefur klárað að nota hana. Vinyl ætlar að gefa 20% afslátt af öllum plötum hússins frá og með 18.00 og Heiða byrjar að spila klukkan 19.30.
 
Heidatrubador – Evróputúr 2017
 
26. janúar – Vínyl, Hverfisgata 76, Reykjavík, Ísland
 
27. janúar – Dj. Heidatrubador, Vínyl, Hverfisgata 76, Reykjavík, Ísland
 
28. janúar – Njarðvík, einkapartý, Ísland
 
1. febrúar  -  Atelier Kalvig, Suldalsosen, Noregur
 
11. febrúar  - Twang, Stokkhólmur, Svíþjóð
 
12. febrúar – PSB, Stokkhólmur, Svíþjóð
 
14. febrúar, Norður-Atlandshús, Óðinsvé, Danmörk
 
16. febrúar, Musikbiblioteket, Óðinsvé, Danmörk
 
17. febrúar, Beboerhuset Christianshavn, Kaupmannahöfn, Danmörk
 
19.-21. febrúar, Brighton, England TBA
 
24.-2. mars, Marseille, Frakkland TBA
 
4. mars, Les thetards, Perigueux, Frakkland
 
8.- 16. mars, Belgía TBA
 
18. mars, Lotta – Köln, Þýskaland
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024