Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hefur sjö sinnum farið holu í höggi
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 26. apríl 2020 kl. 20:12

Hefur sjö sinnum farið holu í höggi

Sigurpáll Sveinsson er golfkennari hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Hann hlakkar til að ferðast innalands í sumar og prófa nýja golfvelli.

– Líturðu björtum augum til sumarsins?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Já, ég held að sumarið verði frábært. Ég hlakka til að ferðast innanlands, prófa nýja golfvelli og njóta íslenskrar náttúru.

– Hver eru þín áhugamál og hefur ástandið haft áhrif á þau?

Golf, fótbolti og skotveiði. Ekki haft mikil áhrif á golf og skotveiðina en knattspyrnubannið hefur valdið því að Liverpool verður ekki meistari fyrr en í júlí en við þolum biðina.

– Áttu þér uppáhaldsstað á Íslandi og hver er ástæðan?

Hellishólar í Fljótshlíð þar sem ég á hús. Þar er frábær golfvöllur ásamt frábærum nágrönnum og vinum.

– Hvað stefnirðu á að gera í sumar?

Vinna mikið eftir að samkomubanni verður aflétt. Þar á milli verður ferðast innanlands ásamt því að spila golf og skemmta mér í Fljótshlíðinni.

– Hver voru plönin áður en veiran setti strik í reikninginn?

Lítið breyting þar sem golfkennarar eru yfirleitt mikið að vinna á sumrin.

– Hvernig hefur tilveran verið hjá þér undanfarnar vikur, hefur margt breyst?

Lítið breyst en nú kann maður að þvo á sér hendurnar almennilega.

– Finnst þér fólk almennt virða reglur tengdar samkomubanni?

Flestir já, en það eru alltaf einstaklingar sem hunsa það og eyðileggja fyrir heildinni því miður.

– Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum?

Hvað þrifnaður og hreinlæti er mikilvægt og kannski einnig að við eigum að þakka fyrir heilsuna og það að geta ferðast um heiminn. Eins og sést í dag þá er það ekki sjálfsagður hlutur.

– Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk?

Mest nota ég símann en vinnulega er það Google Hangouts og einnig þegar það er hittingur hjá vinahópnum.

– Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna?

Ég myndi hringja í Issa vin minn og biðja hann um heimsendingu á Fish’n’Chips.

– Ertu liðtækur í eldhúsinu?

Já, finnst mjög gaman að elda en ekki jafn gaman að ganga frá.

– Hvað finnst þér skemmtilegast að elda?

Nautalund.

– Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Nautalund.

– Hvað geturðu ekki hugsað þér að borða?

Svið og veganfæði eingöngu. Vonandi virða veganistar þessa skoðun mína alveg eins og ég virði að þeir geta ekki hugsað sér að borða dýraafurðir.

– Hvað var bakað síðast á þínu heimili?

Kanilsnúðakaka sem var geggjuð.

– Ef þú fengir 2000 krónur, hvað myndir þú kaupa í matinn?

Hakk og spaghettí.

Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali? Hver er spurningin og svarið við henni?

– Hve oft hefur þú farið holu í höggi?

Sjö sinnum.

HÉR AÐ NEÐAN MÁ SVO LESA ALLT NÝJASTA TÖLUBLAÐ VÍKURFRÉTTA.