Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

„Hefur ekki lifað fyrr en þú hefur heimsótt Grindavík“
Grindavík og nágrenni, mynd frá Ozzo.
Mánudagur 6. júlí 2015 kl. 08:37

„Hefur ekki lifað fyrr en þú hefur heimsótt Grindavík“

Bærinn fær góða umsögn á erlendri vefsíðu.

„Hefur ekki lifað fyrr en þú hefur heimsótt Grindavík!“ segir bæjarstjórinn í Grindavík, Róbert Ragnarsson, á Facebook síðu sinni og deilir í leiðinni hlekk á síðuna www.inc.com. Þar er Grindavík í 4. sæti yfir staði í heiminum sem mælt er með að skoða. Í umsögn um bæinn er fólk hvatt til að fylgja í fótspor allra miklu bókmenntarisanna og koma sér fyrir á friðsælum og ótrufluðum stað. Þannig sé Bláa Lónð griðarstaður fyrir hugann og mælt er með að sökkva líkamanum í kísil og brennistein til að hreins bæði svitaholurnar og hugann. Þannig sé loksins hægt að Í fara í almennilegt sjálfskoðunarástad og kannski jafnvel læra hluti um sjálfan sig sem maður aldrei vissi. 

Ekki amaleg umsögn og góð auglýsing fyrir Reykjanesið og Ísland. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á síðunni er Istanbul í Tyrklandi í fyrsta sæti, Hanoi í Víetnam í því öðru og Cape Town í Höfðaborg í þriðja.