Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hefð fyrir skötunni að aukast á Suðurnesjum
Föstudagur 23. desember 2011 kl. 10:28

Hefð fyrir skötunni að aukast á Suðurnesjum

Víða verður boðið upp á skötu eins og lög gera ráð fyrir. Um gjörvöll Suðurnesin verður þessi sívinsæli réttur framreiddur á flestum helstu veitingarstöðu svæðisins og í heimahúsum. Við slógum á þráðinn til tveggja matreiðslumanna sem voru í óða önn að leggja lokahönd á undirbúning skötuveislunnar sem hefst eftir skamma stund.

Ásbjörn Pásson sagðist vera vel kæstur þegar að blaðamaður náði tali af honum enda á kafi í skötu ef svo mætti segja. Hann sagðist eiga von á fjölda manns á Nesvelli en eins væri mikið af fyrirtækjum sem að óski eftir þjónustu hans. „Ég býst við að koma þessum 240 kílóum af skötu ofan í Suðurnesjamenn,“ sagði Ásbjörn og bætti því við að einn og einn af yngri kynslóðinni væri að smakka á skötunni, annars væri hann með hálfgert jólahlaðborð á boðstólum og mikið í boði fyrir alla. „Það er því er hægt að taka gikkina með,“ sagði Ásbjörn að lokum. Skötuhlaðborð hefst á Nesvöllum í dag, Þorláksmessu, frá klukkan 12:00 til 14:30. Þar verður boðið upp á kæsta skötu og tindabykkju. Einnig er hægt að fá Siginn fisk, plokkfisk, saltfisk og hangikjöt fyrir þá sem það kjósa.

Í Stapanum býður Örn Garðarsson svo upp á skötu og allt tilheyrandi en þetta er í annað sinn sem hann stendur í slíkum stórræðum. „Þetta heppnaðist vel í fyrra en ég á allt eins von á fleirum í ár,“ sagði Örn sem ætlar að bjóða upp á vel kæsta skötu og einnig í mildari kantinum. „Ég er líka með plokkfisk og hangikjöt og margt fleira. Það verður að bjóða upp á fjölbreyttan mat því það er ekkert gaman ef að vinnustaðir og vinahópar er að mæta til okkar og ekkert á boðstólum fyrir gikkina,“ Örn segir að honum finnist hefðin fyrir skötunni vera að aukast á Suðurnesjunum. Töluvert að ungu fólki sé alið upp við þennan herramannsmat og svo sé sífellt fleiri sem vilja prófa. Hann verður þó var við það að skatan sé dálítið að yfirgefa heimahúsin, fólk kjósi orðið að fara á veitingarstaði í auknum mæli. Húsið opnar klukkan 11:00 í Stapanum í dag.

Meðal fleiri staða sem bjóða upp á skötu í dag:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Boðið verður upp á vestfirska skötu hjá Lionsmönnum í Oddfellowhúsinu frá klukkan 11:00-14:00. Þar er hægt að panta í síma 4202500.

Á Réttinum við Hafnargötu verður einnig boðið upp á skötu og í Grindavík verður skötuveisla bæði á Vör og í Salthúsinu frá kl. 12:00 .

Skötu- og saltfiskhlaðborðið verður á sínum stað á Þorláksmessu á Vitanum í Sandgerði, frá klukkan 11.30 – 14.30.