Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Hef trú á öllum sem vilja láta gott af sér leiða
Margrét Knútsdóttir ásamt börnum sínum þremur.
Laugardagur 4. janúar 2014 kl. 10:59

Hef trú á öllum sem vilja láta gott af sér leiða

Margrét Knútsdóttir, ljósmóðir og jógakennari, gerir upp árið 2013.

Margrét Knútsdóttir, ljósmóðir og jógakennari, gerir upp árið 2013.

Margrét Knútsdóttir, ljósmóðir og jógakennari, gerir upp árið 2013. 

Hvað stóð upp úr í fréttum ársins 2013 á Suðurnesjum?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Það stóð upp úr að mínu mati að samræmdu prófin á Suðurnesjum komu hvða best út á landsvísu. Það sýnir að skólarnir okkar eru að gera frábæra hluti.
 
Hvaða Suðurnesjamaður var mest áberandi að þínu mati þetta árið?
Mest áberandi Suðurnesjamaður er hún Ragnheiður Elín ráðherra.
 
Hvað var það jákvæðasta sem gerðist á árinu?
Það jákvæðasta er það að enn fæðast Suðurnesjabörn á HSS og fá vonandi að gera það áfram enda dásamleg að vera þar.
 
En það neikvæðasta?
Neikvæðasta var oft sú ósanngjarna umfjöllun sem Suðurnesin fengu í fjölmiðlum landsins að undaskildum VF að sjálfsögðu.
 
Hvað stóð upp úr persónulega hjá þér á þessu ári?
Persónulegir sigrar eru að markmiðum síðustu ára er náð og nýtt upphaf og spennandi tímar framundan þar sem ég ætla að taka þátt í nýrri jógastöð hérna í Reykjanesbæ og jafnframt vera með einstaklingsráðgjöf.
 
Ætlar þú að strengja áramótaheit?
Ég set mér alltaf einhver áramótaheit. Sum fá að fljóta með frá ári til árs en eru bara góð áminning og það hugarfar sem gott er að hafa að leiðarljósi inn í nýtt ár.
 
Hvað jákvæðu breytingar viltu sjá á Suðurnesjum á nýju ári?
Ég vil bara sjá uppbyggingu á svæðinu og aukna jákvæðni í samfélaginu.
 
Hvaða Suðurnesjamanni hefurðu mesta trú á og hvers vegna? 
Ég hef bara trú á öllum sem vilja gott af sér leiða í samfélaginu okkar svo að það sé gott að búa hérna og ala upp börn. Það er frábært starf sem er verið að vinna að í íþróttum og skólum á svæðinu og fyrir það er maður þakklátur.