Hef áhyggjur af þeim sem eru veikir fyrir árás þessarar veiru
Baldur Þórir Guðmundsson segir lykilatriði að skilaboðin komi frá sérfræðingunum frekar en ráðherrum. „Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar líta síðan vel út og þurfum við á Suðurnesjum að fylgja því eftir að til okkar verðir hugsað,“ segir hann í samtali við Víkurfréttir. Baldur starfar hjá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og er bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ.