Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Hattur og Fattur um helgina
Föstudagur 22. apríl 2005 kl. 11:57

Hattur og Fattur um helgina

Nemendur í Myllubakkaskóla frumsýndu söngleikinn Hattur og Fattur í sal skólans á þriðjudag. Um helgina munu verða sýndar þrjár sýningar af söngleiknum, á laugardag klukkan 15:00 og 20:00 og á sunnudag klukkan 15:00.

Alls taka 38 nemendur úr 4.-10. bekk þátt í sýningunni, sem er tileinkuð minningu Vilhjálms heitins Ketilssonar skólastjóra. Í sýningunni eru 12 lög sem allir þekkja og syngja nemendurnir sjálfir allar raddir og bakraddir, en auk þess er mikið dansað. Lögin sem krakkarnir syngja verða til sölu á sýningunum, en krakkarnir tóku lögin upp á geisladisk hjá Geimsteini.

Leikritið fjallar um geimverurnar Hatt og Fatt sem koma frá plánetunni Úrídux. Þeir lenda á Íslandi, í miðjum Reykjanesbæ, þar sem þau hitta fyrir þau Óla og Rósu. Hattur og Fattur vingast við krakkana og lenda með þeim í ýmsum ævintýrum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024