Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Hátíðleg menningarbyrjun á nýju ári
Rúnar Þór og Alexandra sungu saman nokkur lög af fjölbreyttri söngdagskrá.
Föstudagur 18. janúar 2019 kl. 09:25

Hátíðleg menningarbyrjun á nýju ári

Það var margmenni sem sótti hátíðartónleika á nýarskvöld í Ytri-Njarðvíkurkirkju en að þeim stóðu þau Rúnar Þór Guðmundsson, tenór, og Alexandra Chernyshova, sópran.

Þau fengu í lið með sér Helga Hannesson, píanóleikara, og Hiroshi Itou, sérstakan gest frá Japan og mikinn fiðlusnilling. Til að krydda tónleikana enn frekar söng Skólakór Stóru-Vogaskóla. Á dagskránni voru mörg þekkt lög, íslensk og erlend, sem söngfólk flutti, eitt og sér eða saman.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Rúnar er nýfluttur heim eftir dvöl í Noregi en hann hefur sinnt sönglistinni samhliða öðru námi og starfi. Alexandra hefur látið að sér kveða á Suðurnesjum á undanförnum árum með eftirtektarverðum hætti. Þau fluttu lög eins og „Nóttin var sú ágæt ein“ eftir Sigvalda Kaldalóns og „Little talks“ með Of Monters and Men, nokkur óperulög, söngleikjalög og þekkt dægurlög.

Gestir sem fjölmenntu í kirkjuna fóru ánægðir heim eftir vel heppnaða tónleika sem voru rós í hnappagat aðstandenda og skemmtilegt upphaf í menningarflóru svæðisins á fyrsta degi ársins.

[email protected]


Skólakór Stóru-Vogasklóla söng nokkur lög á tónleikunum.



Söng- og tónlistarfólkinu var vel fagnað í lokin.