Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hátíðartónleikarnir á sunnudaginn í Hljómahöll
Föstudagur 27. mars 2015 kl. 12:38

Hátíðartónleikarnir á sunnudaginn í Hljómahöll

– í tilefni af 100 ára afmæli Keflavíkurkirkju

Keflavíkurkirkja efnir til hátíðartónleika í Hljómahöll sunnudaginn 29. mars kl. 16:00 í tilefni af 100 ára afmæli kirkjunnar en þar verða flutt verk eftir höfunda frá Keflavík af hátíðarkór sem settur hefur verið saman af þessu tilefni.

Fram koma Kór Keflavíkurkirkju, Karlakór Keflavíkur og Kvennakór Suðurnesja og munu kórarnir flytja í sameiningu verkin Keflavíkurkantata eftir Eirík Árna Sigtryggsson og Vor Kirkja eftir Sigurðu Sævarsson.

Einnig munu kórarnir flytja eigið efni og fjöldi hljóðfæraleikara tekur þátt í tónleikunum.

Allir eru velkomnir á tónleikana en safnað verður frjálsum framlögum í orgelsjóð kirkjunnar.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024