Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Hátíðar- og baráttufundur í Stapa
Jóhanna Guðrún og Davíð Sigurgeirsson verða í Stapanum í dag og taka lagið.
Miðvikudagur 1. maí 2019 kl. 12:17

Hátíðar- og baráttufundur í Stapa

Hátíðar- og baráttufundur verður haldinn í Stapa í dag, 1. maí. Húsið opnar 13.45 og Guðmundur Hermannsson syngur og spilar ljúf lög þar til formleg dagskrá hefst kl. 14:00.
 
Dagskrá:
 
Setning: Ólafur Sævar Magnússon FIT
 
Ræða dagsins: Guðbjörg Kristmundsdóttir formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis.
 
Tónlist og söngur: Jóhanna Guðrún og Davíð Sigurgeirsson.
 
Leikfélag Keflavíkur: „Allir á trúnó“.
 
Ungmennakórinn Vox Felix, stjórnandi er Arnór B. Vilbergsson.
 
Kaffiveitingar verða í lok fundar.
 
Kynnir dagsins: Kristján Gunnar Gunnarsson VSFK
 
Börnum boðið í Sambíó við Hafnargötu á 1. maí kl. 14.40 og 15.00 salur 1 og 2.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024