Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hátíð Norrænu bókasafnsvikunnar í Vogum
Þriðjudagur 5. nóvember 2013 kl. 13:57

Hátíð Norrænu bókasafnsvikunnar í Vogum

Norræna bókasafnsvikan verður haldin hátíðleg í 17. sinn þann 11. nóvember næstkomandi. Af því tilefni mun deild Norræna félagsins í Vogum, í samstarfi við Lestrarfélagið Baldur, bjóða upp á dagskrá mánudaginn 11. nóvember frá kl. 18:00-19:00 á bókasafninu í Stóru-Vogaskóla.

Lesið verður upp úr skáldverkinu Klakahöllin eftir Tarjei Vesaas, norrænar bókmenntir ræddar og boðið verður upp á norrænar veitingar. Á bókasafninu verður lögð sérstök áhersla á norrænar bókmenntir fyrir alla aldurshópa en fyrr um daginn verða norræn verk lesin fyrir nemendur grunnskólans og leikskólans Suðurvalla.

Allir eru hjartanlega velkomnir. Nánari upplýsingar um Norrænu bókasafnsvikuna má finna hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024