Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Hátíð í Höfnum á  Ljósanótt 2017
    Sunnudaginn 3. september mun hin ástsæli söngvari KK koma og halda tvenna órafmagnaða tónleika Kirkjuvogskirkju í Höfnum.
  • Hátíð í Höfnum á  Ljósanótt 2017
Miðvikudagur 30. ágúst 2017 kl. 10:19

Hátíð í Höfnum á Ljósanótt 2017

— Kaffisala og sýning í Gamla skólanum og tónleikar í Kirkjuvogskirkju með KK og Elízu Newman

Menningarfélag Hafna verður með opna kaffisölu í í Gamla skólanum á Ljósanótt ásamt því að halda tvenna tónleika í Kirkjuvogskirkju sunnudaginn 3.september með KK og Elízu Newman.

Kaffisalan og sýning í Gamla skólanum:

Menningarfélagið í Höfnum verður með opið hús í gamla skólahúsinu á Ljósanótt.
Þar mun kenna ýmissa grasa eins og áður. Í þetta sinn fá gestir innsýn inn í líf og list Hafnarbúans. Hvernig hann upplifir sig og sitt nánasta umhverfi. Hvað brýst fram og rekur á land umheimsins í beljandi rokinu.

Valgerður Guðlaugsdóttir mun sýna röð vatnslitamynda sem hún nefnir "Ég sé rautt" og er upplifun hennar á umhverfi sínu.

Seld verða handgerð kort sem urðu til þegar félagsheimilið var opið gestum og gangandi síðasta sumar og rúsínan í pylsuendanum er síðan lífstíls varningur sem meðlimir Menningarfélagsins hafa hannað fyrir harðgert fólk með auga fyrir því sérstaka í lífinu sem verður til sölu á staðnum. Má þar nefna sérstaka Hafna boli, derhúfur og póstkort.

Kaffiveitingar verða á staðnum til styrktar viðhaldi Kirkjuvogskirkju, þannig að allir geta upplifað menningu Hafna í ró og næði yfir kaffibolla og kruðeríi.

Opið verður laugardaginn 02.09. kl: 13-16 og sunnudaginn 03.09. kl: 13-18.

Tekið skal fram að á opnunartíma gamla skólans verða seldir miðar á tónleika KK og Elízu Newman í Kirkjuvogskirkju  sunnudaginn 03.09.Tvennir tónleikar verða haldnir kl.14. og kl.16 á sunnudeginum. og er miðaverð er 2000kr.

Tónleikarnir í Kirkjuvogskirkju:

Sunnudaginn 3. september mun hin ástsæli söngvari KK koma og halda tvenna órafmagnaða tónleika Kirkjuvogskirkju í Höfnum.

KK mun flytja þekkt lög af ferli sýnum bæði ný og gömul og verður einstakt að heyra hann syngja og spila í fallegu litlu kirkjunni í Höfnum.

KK tengist Höfnum á þann hátt að hann kom hér fyrir nokkru og tók upp tónlistarmyndband í litla kotinu Garðbæ við lagið, Ég er á förum. og heillaðist hann af látlausum sjarma Hafna.

Elíza Newman mun sjá um að hita upp fyrir KK og flytja lög af sínum ferli, meðal annars af nýjustu plötu sinni Straumhvörf sem tekin var upp í Höfnum.

Um KK
Þegar tónlistarmaðurinn KK kom heim frá Svíþjóð eftir nokkura ára fjarveru tókum við tókum honum fagnandi enda bar hann með sér nýja strauma inn í íslenskt tónlistarlíf. Sýndi okkur inn í heima sem við höfðum ekki hugmynd um að væru til. Síðan þá hafa ófáar perlur legið eftir á vegi dægurlagamenningar Íslendinga og óhætt að segja að mörg af lögum KK séu orðin þjóðargersemar sem seint ef aldrei gleymast.

Um Elízu
Tónlistarkonan Elíza Newman kom fyrst fram í sviðsljósið með hljómsveit sinni Kolrössu Krókríðandi er þær sigruðu Músiktilraunir með látum hér um árið. Hún hefur starfað við tónlist alla tíð síðan og er fjölhæfur listamaður bæði sem lagahöfundur og flytjandi. Nýjasta platan hennar Straumhvörf hefur fengið góðar viðtökur og dóma og telja margir að þetta sé ein besta plata Elízu til þessa.

Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 14 og seinni kl. 16.

Miðaverð er 2000 kr og rennur allur ágróði til viðhalds Kirkjuvogskirkju í Höfnum.

Miðar verða til sölu í Gamla skólanum í Höfnum laugadaginn 02.09 frá 14-16 og sunnudaginn 03.09 frá 13-16.

Verið velkomin í Hafnir - Hlökkum til að sjá ykkur.



 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024