Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mánudagur 3. desember 2001 kl. 10:43

Hátíð í bæ

Eldri borgarar komu saman í Kirkjulundi í gær í tilefni aðventunnar. Mikið var um dýrðir og fólk mætti í sínu fínasta pússi með jólaskapið í vasanum.
Söngkonur stigu á stokk, bornar voru fram dýrindis veitingar, dansinn var stiginn við undirleik hljómsveitar og hápunktur dagsins var tískusýning frá versluninni Persónu í Keflavík og Verðlistanum, Laugalæk. Sýningarfólkið var úr röðum eldri borgara og stóðu þau sig öll mjög vel.
Sparisjóðurinn í Keflavík hefur boðið eldri borgurum í Reykjanesbæ til aðventuhátíðar um árabil og að þessu sinni sáu Kvenfélag Keflavíkur og Tómstundastarf eldri borgara í Reykjanesbæ um skemmtun og veitingar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024