Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hasar á útskriftarhátið
Þriðjudagur 25. maí 2004 kl. 18:05

Hasar á útskriftarhátið

18 hressir krakkar frá leikskólanum Gefnarborg í Garði gerðu sér glaðan dag í dag í tilefni þess að þau eru að hætta á leikskóla og byrja í grunnskóla næsta haust.
Þau byrjuðu daginn á því að kíkja í heimsókn hjá slökkviliðinu og fengu þar að sjá fullt af tækjum og tólum sem eru notuð þar. Þá var ekki verra að þau fengu að fara í bíltúr með slökkviliðsbílnum og fengu meira að segja að heyra í sírenunum.

Í hádeginu fóru þau á Pizza 67 þar sem þau fengu enga venjulega pizzuveislu. Þau fengu að gera pitsurnar sínar alveg sjálf og var vinsælast að setja skinu og ost á sína pitsu. Svo var sest niður að snæðingi og voru krakkarnir á því að pitsurnar væru miklu betri ef maður gerði þær sjálfur.

Eftir matinn héldu þau í heimsókn að leikskólanum Tjarnarseli þar sem var vel tekið á móti þeim, en eftir það tók enn eitt ævintýrið við. Þá fóru þau upp í hesthús og tóku stuttan útreiðartúr.

Þegar heim var komið slógu þau upp veislu þar sem boðið var upp á ýmsar kræsingar sem þau höfðu bakað sjálf.

Börnin skemmtu sér konunglega og munu örugglega muna lengi eftir þessum skemmtilega degi.

VF-myndir/Þorgils Jónsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024