Harmonikuunnendur efna til landsmóts í Reykjanesbæ
Tíunda landsmót harmonikuunnenda verður haldið í Reykjanesbæ dagana 3. - 5. júlí og er gert ráð fyrir um 900 þátttakendum.
Landsmótið verður sett kl. 19:00 fimmtudaginn 3. júlí með ávarpi formanns SÍHU Jónasar Þórs Jóhannesssonar og verður landsmótslagið flutt.
Þá hefst fjölbreytt dagskrá alla helgina þar sem fram koma m.a. erlendir heiðursgestir auk þess sem félagar halda tónleika. Einnig verður boðið upp á einleikstónleika og leikið og dansað á veitingastöðum á Suðurnesjum.
Dagskrá fer að mestu fram í Íþróttahúsinu við Sunnubraut.