Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Harmonikudansleikur á Ránni
Þriðjudagur 19. apríl 2005 kl. 14:55

Harmonikudansleikur á Ránni

„Félag harmoniku unnenda Suðurnesja“ F.H.U.S var stofnað á veitingahúsinu Ránni þann 21. febrúar 1990, og er því liðlega 15 ára um þessar mundir. Félagið hefur tekið virkan þátt í skemmtana og tómstundastarfi  á Suðurnesjum allt frá stofnun auk þess að vera virkt í samstarfi við önnur harmonikufélög landsins  sem eru nú 19 talsins og starfa í flestum byggðarlögum.
Félögin hafa með sér bandalag „Samband íslenskra harmoniku unnenda“ S.Í.H.U. sem stendur fyrir landsmótum þriðja hvert ár og er næsta Landsmót dagana 7.-10. júlí 2005 á Norðfirði. F.H.U.S hefur tekið þátt í öllum landsmótum frá stofnun félagsins og undirbýr nú þátttöku í mótinu á Norðfirði á komandi sumri.

Í samvinnu við Björn Vífil Þorleifsson á veitingahúsinu Ránni hefur verið efnt til dansleikja  þar á Sumardaginn fyrsta og mun svo verða gert nú sem fyrr. Gleðilegt væri að sjá hina fjölmörgu harmoniku unnendur una sér vel þar sem áður. Auk F.H.U.S. mun hópur harmonikuleikara frá Harmonikufélagi Reykjavíkur leika þar fyrir dansi og halda uppi fjöri kvöldsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024