Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Harmonikudagurinn haldinn hátíðlegur í dag
Laugardagur 8. maí 2010 kl. 13:40

Harmonikudagurinn haldinn hátíðlegur í dag

Félags harmonikuunnenda á Suðurnesjum stendur fyrir mikilli harmonikuhátíð í dag, 8. maí, þegar harmonikudagurinn er haldinn hátíðlegur. Hátíðin verður haldin á Ránni í og hefst kl. 15.00.


Þar munu nemendur í harmonikuleik í Tónlistaskólum á Suðurnesjum koma fram og spila. Einnig góðir gestir, þar á meðal Bragi Hlíðberg, sem er heiðursfélagi Sambands íslenskra harmonikuunnenda og German Hlopin harmonikukennari við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Félag harmonikuunnenda á Suðurnesjum mun flytja tónlist úr ýmsum áttum. Einnig koma fram tónlistamennirnir Hörður Jóhannsson á harmoniku, Jóhann Guðmundsson á hljómborð og Guðmundur Ingólfsson á gítar. Sönghópurinn Liljurnar koma fram og syngja og leika á harmoniku og strengjahljóðfæri.


Aðgangur er ókeypis, en boðið verður uppá kaffiveitingar öl og meðlæti á sanngjörnu verði.


Klukkan 21.00 hefst dansleikur á Ránni með tónlist Félags harmonikuunnenda á Suðurnesjum, og verða leiknir gömlu og nýju dansarnir fram á nótt. Harmonikusýning og geisladiskar með harmonikutónlist ofl. verða í boði.