Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hárið á Suðurnesjum
Sunnudagur 11. júlí 2004 kl. 19:40

Hárið á Suðurnesjum

Frumsýning á söngleiknum Hárinu fór fram síðastliðinn föstudag í Austurbæ. Mikið bar á suðurnesjamönnum á sýningunni enda taka þeir stóran þátt í henni. Það eru þeir Davíð Guðbrandsson, leikari, og Guðjón Kjartansson, framkvæmdastjóri en þeir voru í góðu skapi eftir frumsýninguna. „Hún hefði ekki getað tekist betur sýningin því allir voru í toppformi. Viðtökur áhorfenda voru stórkostlegar og fagnaðarlátunum ætlaði ekki að linna,“ sagði Guðjón eftir frumsýninguna. Mikið hefur borið á suðurnesjamönnum í leikhúsunum og er ekki annað að sjá en að þeir haldi því áfram.

 

 

                                                        

 

 

 

Myndirnar: Guðjón og Hilmir Snær í góðu skapi eftir frumsýninguna / Davíð Guðbrandsson og fjölskylda hæstánægð með sýninguna. VF-myndin/Atli Már Gylfason

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024