Harðir bardagar í gamla HF
Í dag fór fram opin æfing hjá BOXING ATHLETIC GYM í HF húsinu í Keflavík, Hafnargötu 2. Fólki var boðið að mæta ókeypis og fylgjast með fjórum æfingaviðureignum í áhugamannahnefaleikum. Þessari opnu æfingu var ætlað að kynna áhugafólki það sem framundan er í íslenskum hnefaleikum í vetur, og nokkra af þeim boxurum sem hvað fremstir standa hér á landi. Nokkur fjöldi mætti í húsið til að fylgjast með bardögum dagsins á þessum nýja, en hráa, heimavelli boxara í Reykjanesbæ.Fyrst var hitað upp með unglingabardaga milli þeirra Ævars Ómarssonar og Axels Borgarsonar, 15 ára suðurnesjapilta sem eru að stíga sín fyrstu skref í hnefaleikahring. 2 x 2 mínútur.
Önnur viðureign dagsins var milli þeirra Daða Ástþórssonar (22 ára) og Odds Friðrikssonar (19 ára). Daði er 175 cm á hæð, 77 kg að þyngd og hefur lagt stund á hnefaleika í rúm tvö ár. Hann er sleipur, örvhentur gagnhöggaboxari. Hann var í liðinu sem gerði garðinn frægan í Bandaríkjunum í fyrra vor. Oddur er 96 kg og er nýgræðingur í íþróttinni. Hann er heldur lágvaxinn þungavigtari, mjög þolinmóður og eljusamur. 3 x 2 mínútur.
Þriðja viðureignin var milli þeirra Skúla "Tyson" Vilbergssonar (18 ára) og Árna Ísaksonar (19 ára). Skúli er 174 cm á hæð, 78 kg að þyngd og hefur æft hnefaleika í rúm 3 ár. Hann berst ekkert ósvipað og átrúnaðargoðið, er sókndjarfur og höggþungur með eindæmum. Hann var sömuleiðis í liðinu sem barðist í Minnesota í fyrra. Skúli er einn okkar allra efnilegasti boxari, þótt hann hafi oft átt við meiðsli að stríða. Árni er 178 cm á hæð, 80 kg að þyngd og hefur æft alls kyns slagsmála sport undanfarin 3 ár (muay thai, kickbox, grappling og fleira). Hann æfði um stund hnefaleika hjá íslandsvininum Kio Briggs en ætlar nú að æfa hnefaleika með BAG í Keflavík samhliða öllu hinu. Árni er nautsterkur og snöggur, en er kannski helst til óskólaður í vörn. Hann er mikill efniviður sem hægt væri að slípa úr frábæran boxara. Þeir Skúli og Árni lofa því að það verði aldeilis flugeldasýning þegar þeir mætast á Laugardaginn. 2 x 2 mínútur.
Fjórða og síðasta viðureignin var milli þeirra "Dodda," Þórðar Sævarssonar (24 ára) og Bandaríkjamannsins Francisco "Sisco" Gonzalez (24 ára). Doddy er 172 cm á hæð, 63 kg að þyngd og hefur æft í 4 ár. Hann var, rétt eins og Skúli og Daði, í landsliði íslendinga sem fór út og mætti könunum í Minnesota í fyrra. Kaninn varð svo spenntur fyrir Dodda að þeir buðu honum að koma í þrjá mánuði og æfa þar og keppa, sem hann svo gerði síðasta vetur. Doddy kom heim aftur með þrjá bardaga í reynslubankanum og hafði tileinkað sér með dugnaði mikið af þeirri tæknilegu kunnáttu sem kaninn hafði upp á að bjóða. Doddy er frábær alhliða boxari, gerir allt vel, jafnvígur í vörn og sókn. Hann hefur nýlega komist í þá stöðu að vera álitinn sennilega pund-fyrir-pund besti starfandi boxari okkar Íslendinga í dag. Hann tekur við af þeim titli af honum Simba, sem var helsti skjólsstæðingur gömlu kempunnar Guðmundar Arasonar. Sisco er 170 cm á hæð, 72,5 kg að þyngd og er efnilegur hnefaleikari sem æft hefur af krafti hjá BAG í Keflavík undanfarna mánuði. Hann er mjög sterkur, snöggur og slær vel í skrokkinn. 4 x 2 mínútur.
Byggt á www.boxing.is
Myndin: Francisco "Sisco" Gonzalez með blóðugt nef eftir högg frá Þórði Sævarssyni. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Önnur viðureign dagsins var milli þeirra Daða Ástþórssonar (22 ára) og Odds Friðrikssonar (19 ára). Daði er 175 cm á hæð, 77 kg að þyngd og hefur lagt stund á hnefaleika í rúm tvö ár. Hann er sleipur, örvhentur gagnhöggaboxari. Hann var í liðinu sem gerði garðinn frægan í Bandaríkjunum í fyrra vor. Oddur er 96 kg og er nýgræðingur í íþróttinni. Hann er heldur lágvaxinn þungavigtari, mjög þolinmóður og eljusamur. 3 x 2 mínútur.
Þriðja viðureignin var milli þeirra Skúla "Tyson" Vilbergssonar (18 ára) og Árna Ísaksonar (19 ára). Skúli er 174 cm á hæð, 78 kg að þyngd og hefur æft hnefaleika í rúm 3 ár. Hann berst ekkert ósvipað og átrúnaðargoðið, er sókndjarfur og höggþungur með eindæmum. Hann var sömuleiðis í liðinu sem barðist í Minnesota í fyrra. Skúli er einn okkar allra efnilegasti boxari, þótt hann hafi oft átt við meiðsli að stríða. Árni er 178 cm á hæð, 80 kg að þyngd og hefur æft alls kyns slagsmála sport undanfarin 3 ár (muay thai, kickbox, grappling og fleira). Hann æfði um stund hnefaleika hjá íslandsvininum Kio Briggs en ætlar nú að æfa hnefaleika með BAG í Keflavík samhliða öllu hinu. Árni er nautsterkur og snöggur, en er kannski helst til óskólaður í vörn. Hann er mikill efniviður sem hægt væri að slípa úr frábæran boxara. Þeir Skúli og Árni lofa því að það verði aldeilis flugeldasýning þegar þeir mætast á Laugardaginn. 2 x 2 mínútur.
Fjórða og síðasta viðureignin var milli þeirra "Dodda," Þórðar Sævarssonar (24 ára) og Bandaríkjamannsins Francisco "Sisco" Gonzalez (24 ára). Doddy er 172 cm á hæð, 63 kg að þyngd og hefur æft í 4 ár. Hann var, rétt eins og Skúli og Daði, í landsliði íslendinga sem fór út og mætti könunum í Minnesota í fyrra. Kaninn varð svo spenntur fyrir Dodda að þeir buðu honum að koma í þrjá mánuði og æfa þar og keppa, sem hann svo gerði síðasta vetur. Doddy kom heim aftur með þrjá bardaga í reynslubankanum og hafði tileinkað sér með dugnaði mikið af þeirri tæknilegu kunnáttu sem kaninn hafði upp á að bjóða. Doddy er frábær alhliða boxari, gerir allt vel, jafnvígur í vörn og sókn. Hann hefur nýlega komist í þá stöðu að vera álitinn sennilega pund-fyrir-pund besti starfandi boxari okkar Íslendinga í dag. Hann tekur við af þeim titli af honum Simba, sem var helsti skjólsstæðingur gömlu kempunnar Guðmundar Arasonar. Sisco er 170 cm á hæð, 72,5 kg að þyngd og er efnilegur hnefaleikari sem æft hefur af krafti hjá BAG í Keflavík undanfarna mánuði. Hann er mjög sterkur, snöggur og slær vel í skrokkinn. 4 x 2 mínútur.
Byggt á www.boxing.is
Myndin: Francisco "Sisco" Gonzalez með blóðugt nef eftir högg frá Þórði Sævarssyni. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson