Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 6. september 2001 kl. 09:25

Happadrætti á Ljósanótt

Á Ljósanótt voru 4000 hurðaspjöld sett á allar hurðir í Reykjanesbæ í boði Hótel Keflavíkur. Á hurðaspjaldinu var lukkunúmer og þurftu bæjarbúar að skila afrifu með lukkunúmerinu sínu í þar til gerðan kassa niður í bæ á Ljósanótt til að eiga möguleika á vinningi. Heimtur voru góðar og hafa þegar fimm lukkunúmer verið dregin úr í yfir 3000 lukkunúmerum sem skiluðu sér í kassana.

1. vinningur: 50 þús. kr. gjafabréf inn á utanlandsferð í boði Hótel Keflavíkur, nr. 222.
2. vinningur: 2ja manna svíta á Hótel Keflavík ásamt kvöldverði á Café Iðnó, nr. 963.
3.-5. vinningur: 6 mánaða líkamsræktarkort í Lífsstíl, nr. 1899, 1460 og 3725.

Vinningshafar, eða þeir sem hafa hurðaspjald með ofangreindum númerum, erum beðnir um að hafa samband við Hótel Keflavík í síma 420-7000.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024