Handverks- og frístundahátíð Reykjanesbæjar í dag
Handverks- og frístundahátíð Reykjanesbæjar er haldin í dag, laugardaginn 25. apríl frá kl. 13:00 - 18:00.
Hátíðin er liður í opnum degi á Ásbrú þar sem svæðið og starfsemi þar er kynnt auk þess sem Keilir, miðstöð fræða og vísinda kynnir fjölbreytt námsframboð.
Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá í Listasmiðjunni, Keilisbraut 773 þar sem kynnt er fjölbreytt starf menningarhópa auk þess sem sönghópar koma fram með harmonikkuunnendum. Handverkshátíðin verður haldin í Virkjun en þar verður jafnframt hægt að fá kynningu á starfsemi tómstundafélaga í bænum, Virkjunar, Reykjanesbæjar auk þess sem hin vestfirski karlakór Fjallabræður tekur nokkur hress lög.
Tómstundatorgið býður upp á línuskautadans og risastóran innileikvöll og gómsætar pylsur.
Keilir verður með opinn dag og verður boðið upp á dagskrá í aðalbyggingu, Eldey og íþróttahúsi frá kl. 12:00 - 17:00.
Kynnt verður nám á Háskólabrú og hjá Háskólastoðum auk þess sem Heilsu- og uppeldisskólinn kynnir ÍAK einkaþjálfaranám og ÍAK íþróttaþjálfaranám. Húsnæðissvið veitir upplýsingar um íbúðir og þjónustu Reykjanesbæjar.
Í Eldey mun flugakademían kynna einka- og atvinnuflugmannsnám, flugþjónustu- og flugumferðarstjórn. Flugvélar Keilis verða kynntar og boðið verður upp á útsýnisflug með þyurlu.
Orku- og tækniskólinn kynnir orkutæknifræði og mekatróník tæknifræði, nýtt nám til BS gráðu. Frumkvöðlanemar kynna verkefni sín og frumkvöðlamám Keilis og Kadeco kynnir nýtt nafn Ásbrúar, samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs.
Boðið er upp á tónlistaratriði Keili og Eldey og má þar nefna Klassart, karlakór Keflavíkur og Kvennakór Suðurnesja. Gestir geta einnig skoðað glæsilegar námsmannaíbúðir og kynnt sér aðstöðuna á kampus.
Leikskólarnir Völlur og Heilsuleikskólinn verða opnir og veita þeir foreldrum upplýsingar auk þess sem ýmis fyrirtæki á svæðinu verða með tilboð.
Dagskrá verður dreift við komuna á svæðið ásamt korti.