Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Handverk og list í Garðinum í dag
Sunnudagur 29. júní 2008 kl. 11:29

Handverk og list í Garðinum í dag

Gestum Sólseturshátíðarinnar í Garði er boðið í bröns út á Garðskaga kl. 13 þegar dagskrá hefst. Í dag eru handverks- og listsýningar svo opnar fram eftir degi.

Byggðasafnið á Garðskaga verður opið til kl. 17. Þar er einnig myndlistarsýning Dagmar Róbertsdóttur.
Í Sæborg er málverkasýning Braga Einarssonar, í Gerðaskóla sýnir Guðrún Guðmundsdóttir athyglisverð, saumuð myndverk og á bæjarskrifstofunum eru til sýnis verk eftir Gunnar Örn.
Gaukstaðir Gallerí sýnir vmyndlist Ara Svavarssonar og Ágústu G. Malmquist og í Auðarstofu er svo handverkssýning eldri borgara.

Mynd/elg: Það var glatt yfir gestum Sólseturshátíðarinnar í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024