Handavinnusýning í Garði
Handavinnusýning verður í Auðarstofu, Gerðavegi 1 í Garði, næstkomandi laugardag og sunnudag kl 13:00-16.00. Á sýningunni er afrakstur félagsstarfs 60 ára og eldri og fólks í atvinnuleit. Á laugardag kl.14:00 koma börn úr tónlistaskólanum með tónlistaatriði.
Kökubasar verður kl 13:00 og kaffi verður á könnuni báða daganna.