Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Miðvikudagur 5. apríl 2000 kl. 15:18

Hallgríms Péturssonar minnst í Sandgerði

Þemavikan Grunnskóla Sandgerðis stóð frá 13.-17. mars. Þema vikunnar var umfjöllun um líf og starf Hallgríms Péturssonar. Efni þemavikunnar er hugmynd sóknarprests Útskálakirkju Sr. Björns Sveins Björnssonar og mun tengjast kirkjuhátíð á Suðurnesjum og í Sandgerði. Nemendum var skipt niður í hópa óháð því í hvaða bekk þau voru. Einn hópur bjó til auglýsingar um dagskrá vikunnar, blaðahópur gaf út blað alla dagana, vefsíðuhópur bjó til kynningar fyrir tölvu, gerð var myndasaga, bækur og leikrit um ævi Hallgríms, dans var saminn um ástir hans og dauða, veggteppi gert með myndum af ævi hans og Guðrúnar og svo má lengi telja. Hugmyndaflugið skorti ekki á þessum þemadögum í Sandgerðisskóla og árangurinn var eftir því, vel unnin sýning í alla staði og greinilegt að nemendur og kennarar höfðu lagt sig fram við að gera verkefnin sem best úr garði.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024