Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hallgerður langbrók sprengdi utan af sér bókasafnið
Miðvikudagur 7. nóvember 2012 kl. 08:31

Hallgerður langbrók sprengdi utan af sér bókasafnið

Nú var að ljúka sjö vikna Njálunámskeiði á Bókasafni Reykjanesbæjar en bókasafnið hefur undanfarin ár staðið fyrir ýmsum bókmenntauppákomum, m.a. fornsögunámskeiðum. Íslenskukennarinn góðkunni, Þorvaldur Sigurðsson var fenginn til að leiða námskeiðin og hafa þau vakið mikla lukku.

Á fyrsta námskeiðinuvar lesin Laxdæla, svo Egla og nú síðast Njála. Námskeiðin hafa verið mjög vinsæl og síðasta námskeið sprengdi í raun utan af sér húsnæði bókasafnsins þegar rúmlega 40 manns mættu og vildu lesa Njálu með Þorvaldi. Og nú spyr fólk, hvaða saga verður tekin næst fyrir?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Heimasíða Reykjanesbæjar greinir frá.