Halldóra tjáir sig ekki um kvikmyndina Í skóm drekans
Næstkomandi föstudag verður kvikmyndin Í skóm drekans frumsýnd en myndin er heimildarmynd í fullri lengd sem fjallar um Hrönn Sveinsdóttur og þátttöku hennar í keppninni Ungfrú Ísland.is árið 2000. Miklar deilur brutust út í kjölfar framleiðslu myndarinnar en aðstandendur keppninar fóru fram á lögbannskröfu á sýningu hennar þar sem ekki höfðu verið gefin leyfi fyrir myndinni né myndatöku Hrannar af þeirra hálfu sem fram fór á meðan keppninni stóð.Suðurnesjamærin Halldóra Þorvaldsdóttir sem tók þátt í keppninni sagði í samtali við Víkurfréttir að það hefði verið sameiginleg ákvörðun þáttakenda að tjá sig ekkert við fjölmiðla, "ég má ekkert tjá mig um þessa mynd " sagði Halldóra.
Það er Böðvar Bjarki Pétursson sem framleiðir myndina í samstarfi við Hrönn Sveinsdóttur og bróðir hennar Árna.
Það er Böðvar Bjarki Pétursson sem framleiðir myndina í samstarfi við Hrönn Sveinsdóttur og bróðir hennar Árna.