Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Halldór og Hallur í Hljómahöll
Þriðjudagur 29. apríl 2014 kl. 08:38

Halldór og Hallur í Hljómahöll

Spila lög að plötunni Öræfi.

Halldór Lárusson, bæjarlistamaður Grindavíkur, verður á trommunum þegar Hallur Ingólfsson og félagar spila Öræfi í Bergi í Hljómahöll 1. maí kl. 21:00. Hallur Ingólfsson gaf út sólóplötuna „Öræfi“ í september síðastliðnum.

Hallur hefur víða komið við og var m.a. í XIII og Ham, og leiðir nú rokksveitina Skepnu. Öræfi inniheldur 9 ósungin lög sem eru í senn dramatísk og hlaðin grimmri fegurð. Sum laganna eiga upptök sín að rekja til þeirrar tónlistar sem Hallur hefur samið fyrir leikhús og kvikmyndir undanfarin ár. Á tónleikunum leikur Hallur á gítar og kemur fram með einvala hljóðfæraleikurum: Þeim Halldóri Lárussyni trommuleikara, Herði Inga Stefánssyni bassaleikara og Jóhanni Ingvasyni píanóleikara.

Öræfi komst í úrtak af útgáfum ársins sem tilnefndar voru til Norrænu tónlistarverðlaunanna og sást víða á árslistum ýmissa tónlistarspekúlanta yfir bestu plötur ársins. Þ.á.m. Ólafs Páls Gunnarssonar sem var með ítarlega umfjöllun um Öræfi í Rokklandsþætti sínum á Rás 2, 15. desember síðastliðinn.

Nánari upplýsingar hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024