Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Haldið upp á 70 ára afmæli Garðskagavita
  • Haldið upp á 70 ára afmæli Garðskagavita
Föstudagur 12. september 2014 kl. 09:54

Haldið upp á 70 ára afmæli Garðskagavita

– Hátíðleg dagskrá á sunnudag

Þann 10. september 2014 voru liðin 70 ár frá því Garðskagaviti hinn nýrri var formlega tekinn í notkun. Af því tilefni stendur Sveitarfélagið Garður að sérstakri dagskrá sunnudaginn 14. september.

Dagskrá sunnudaginn 14. september hefst með útiguðsþjónustu við vitann kl. 13:00. Sr. Sigurður Grétar Sigurðsson þjónar og flytur hugvekju. Söngsveitin Víkingar syngur við guðsþjónustuna. Þegar vitinn var vígður fyrir 70 árum var guðsþjónusta við vitann. Jónína Magnúsdóttir formaður bæjarráðs setur dagskránna og kynnir.

Að lokinni guðsþjónustu verður dagskrá í sýningarsal Byggðasafnsins á Garðskaga. Þar verður flutt tónlist ásamt því að flutt verða erindi um vitann og annað sem tengist vitanum.

Tónlistardagskrá verður inni í vitanum sjálfum. Auk þess verða ljósmyndasýning í Hólmsteini, málverkasýning inni í vitanum og heimildarefni um vitann verður sýnt á skjám í byggðasafni, vitanum og í Hólmsteini.   

Veitingahúsið Tveir vitar mun bjóða upp á kaffihlaðborð og aðrar veitingar.

Garðbúar og gestir eru hvattir til að mæta á Garðskaga sunnudaginn 14. september nk. og taka þátt í því að fagna 70 ára afmæli Garðskagavita.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024