Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hákarl elti Ben Stiller í Garðsjónum
Föstudagur 28. september 2012 kl. 09:42

Hákarl elti Ben Stiller í Garðsjónum

Síðustu tökurnar í kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty, sem Ben Stiller leikstýrir og fer með aðalhlutverk í, fóru fram í Garðsjónum í gærdag.

Undir kvöld í gær var tekið upp atriði þar sem Ben Stiller sjálfur var á sundi í sjónum með hákarl á hælunum. Guðmundur Sigurðsson áhugaljósmyndari náði þá þessari skemmtilegu ljósmynd.

Sjósundatriði í kvikmyndum er orðið vinsælt að taka við Gerðabryggju og í Garðsjó. Þannig eru sjósundatriði í kvikmyndinni Djúpinu tekin upp í Garði og ný fylgir Ben Stiller í kjölfarið og tekur upp atriði í sína mynd á sama stað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024