Hafnfirðingar léku Grindvíkinga grátt í Útsvari
Grindvíkingar þurftu að sætta sig við stórt tap gegn Hafnfirðingum í spurningakeppninni Útsvar sem var á dagskrá Rúv á föstudag, en um var að ræða fyrstu viðureign vetrarins. Grindvíkingar hófu keppnina ágætlega en nýr liður sem snýst um að setja saman ákveðin orð skildi liðin að. Þá fengu Hafnfirðingar fullt hús stiga, 16 alls, á meðan Grindvíkingar fengu aðeins tvö. Hafnfirðingar enduðu með 70 stig gegn 35 stigum Grindvíkinga.