Hafnargatan iðaði af lífi
Hafnargatan í Keflavík iðaði af lífi í dag þegar haldin var Hafnargötuhátíð í tilefni af því að fyrsta áfanga í endurbótum götunnar var lokið. Fornbílar, mótorhjól og ýmsar aðrar uppákomur voru í gangi. Verslunarfólk setti út söluborð, veitingastaðir voru með borð úti og götuleikhús skemmti fólki.Þá var haldin listflugsýning yfir götunni. Eins og sést á meðfylgjandi mynd var fjölmenni í miðbænum. Að lokinni Hafnargötuhátíð var haldið áfram með Lífsstílshátíð við Hótel Keflavík og þangað komu flestir af Hafnargötunni í mikla stemmningu.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson