Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hafdís fékk Lions-bílinn
Miðvikudagur 14. janúar 2009 kl. 09:58

Hafdís fékk Lions-bílinn



„Þetta er í fyrsta skipti sem ég vinn í happdrætti,“ sagði  Hafdís Garðarsdóttir í gær þegar hún var mætt í bílasölu Bernhard í Reykjanesbæ til að taka á móti aðalvinningnum í árlegu jólahappdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur. Vinningurinn sá var ekki af verri endanum: splunkunýr, svartur og gljáfægður Peugot 107 að verðmæti 2,2 milljónir króna.
Jólahappdrætti Lionsmanna á sér orðið langa sögu og hafa viðbrögð almennings ávallt verið góð. Lionsfélagar hafa annast sölu miðanna á förnum vegi á aðventunni og eru dæmi um að fólk beinlínis leiti þá uppi til að festa kaup á miða. Á Þorláksmessu er svo dregið í happdrættinu þannig að margir fá óvæntan jólaglaðnig enda veglegir vinningar í boði fyrir utan sjálfan aðalvinninginn. Að þessu sinni voru það 20 tommu Toshiba LCD sjónvörp og vönduð Philips DVD tæki en heildarverðmæti vinninga var upp á rílfega 2,6 milljónir króna.
Afrakstur happdrættisins rennur í líknarsjóð Lionsklúbbs Njarðvíkur en úr honum eru veittir styrkir til ýmissa líknar- og góðgerðarmála á starfssvæði klúbbsins.


VFmynd/elg - Hafdís Garðarsdóttir tók við bílnum í gær af Stefáni Ólafssyni, formanni Lionsklúbbs Njarðvíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024