Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

„Hættu aldrei að spyrja“
Mánudagur 20. apríl 2015 kl. 08:30

„Hættu aldrei að spyrja“

Ræða Jónasar Sigurðssonar við borgaralega fermingu barna í Reykjanesbæ.

Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson flutti ræðu við borgaralega fermingu í Reykjanesbæ 18. apríl sl. Hún hefur vakið mikla athygli, en inntak hennar eru góð skilaboð og hvatning til unga fólksins um að vera góðar manneskjur með hamingjuna að aðal markmiði. Jónas segir m.a.:

„En í alvöru, ég hugsaði að það sem ég hefði mest þurft að heyra einhvern 40 ára kall segja væri. “Slakaðu á vinur minn.  Þú ert frábær nákvæmlega eins og þú ert. Þú þart ekkert að gera neitt, verða neitt, sanna neitt, breytast neitt.  Þú þarft bara að vera áfram þú sjálfur og að læra að elska það að vera ÞÚ en ekki einhver annar.  Það er það eina sem þú þarft að gera”  Þess vegna segi ég við ykkur fermingarbörn:  “Þið eruð algjörlega frábær nákvæmlega svona eins og þið eruð núna!”.  Og ég get sagt ykkur meira: ég veit að ég hef rétt fyrir mér.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ræðan í heild sinni er á vefsíðu Siðmennt.