Hætta rekstri eftir 20 ár
Saumastofan Liljur á Hafnargötu hættir rekstri á næstu vikum eftir 20 ára starf. Þær Dagbjört Magnúsdóttir og Sæunn Guðmundsdóttir hafa staðið í ströngu síðustu tvo áratugi en hafa nú ákveðið að láta staðar numið enda hefur reksturinn verið erfiður undanfarin misseri.
Fram að lokum munu þær því að selja allar vörur sínar, klæðnað, álnavöru, og saumaáhöld á 50-80% afslætti. Þær vilja þakka öllum sem hafa átt viðskipti við þær fyrir árin 20 sem þær segja hafa verið skemmtilegan tíma.