Hætt eftir hálfrar aldar starf
Heimilisfræðikennarinn Helga Sigríður Árnadóttir var í dag heiðruð fyrir langt og gott starf við Stóru-Vogaskóla, en hún sest nú í helgan stein eftir hálfrar aldar kennsluferil þar sem hún hefur meðal annars kennt fjórum dætrum sínum og þremur barnabörnum. ,,Ég er rosalega heppin, þetta er búinn að vera stórskemmtilegur tími. Ég hóf starfsferilinn minn sem forfallakennari og síðan vatt þetta upp á sig.”
Helga var í fyrstu almennur bekkjarkennari en fyrir um það bil 12 árum gerðist hún heimilisfræðikennari. ,,Ætli mér hafi ekki fundist flutningurinn úr Brunnastaðskóla í Stóru-Vogaskóla 1979 einna skemmtilegastur á ferlinum,” sagði Helga. Hvað framtíðina varðar þá er hún óráðin hjá Helgu en hún ætlar að eyða hvítasunnuhelginni heima við og njóta þess að vera í garðinum sínum.
VF-mynd/Jón Björn