Hærra, ég og þú! - Málþing í Keflavíkurkirkju
Fimmtudaginn 6. október nk. verður málþing í Keflavíkurkirkju undir yfirskriftinni „Hærra, ég og þú!“. Með málþinginu er vilji til að stuðla að samvinnu og samræðu milli ungs fólks og þeirra er starfa með ungu fólki með það að marki að leysa úr læðingi þá krafta sem í þeim búa og ekki njóta sín sem skildi. Umræðan á málþinginu snýst um hvernig ungt fólk getur haft áhrif á stöðu sína í þjóðfélaginu. Með málþinginu er lögð áhersla á að þátttakendur leiti sjálfir lausna og sýni frumkvæði. Lögð er megináhersla á þau ungmenni sem eru án atvinnu og hafa ekki sömu tækifæri og aðrir.
Aðalfyrirlesarar:
Logi Geirsson: Það geta ekki allir orðið atvinnumenn. Þessi landskunni handboltamaður hefur áunnið sér sess sem fyrirmynd ungs fólks þar sem hann hefur m.a. hvatt til heilbrigðs lífernis og atorku í daglegu lífi. Logi býr hér á Suðurnesjum og hefur lýst því yfir að hann hafi áhuga á því að hvetja ungt fólk til árangurs.
Sigrún Sævarsdóttir Griffths: Skapandi forysta (Creative Leadership): Skapandi forysta miðar að því að hjálpa fólki til þess að leysa úr læðingi þann sköpunarkraft sem í því býr og yfirvinna þá tálma sem koma í veg fyrir að það nái settu marki. Sigrún segir frá vinnu sinni með ýmsum hópum á þessu sviði og gerir grein fyrir aðferðum og árangri sem hún hefur náð á þessu sviði. Þá segir hún frá árangrinum sem náðist af verkefninu „Listefli á Ljósanótt“ sem haldið verður í byrjun september á vegum Keflavíkurkirkju. Sigrún Sævarsdóttir Griffits hefur áður unnið með Keflavíkurkirkju að ýmsum verkefnum með fermingarbörnum og sjálfboðaliðum
Breytendur-change makers munu segja frá vinnu sinni og möguleikanum að stofna til slíkra verkefna hér á Suðurnesjum.
Í framhaldi af erindum þessum verða vinnustofur settar á laggirnar þar sem gestir ræða möguleikana og úrræðin til framtíðar.
Unga fólkið verður í forgrunni sem þátttakendur í málþinginu.
Dagskrá málþingsins er að finna í auglýsingu í blaðinu en skráning er hafin hjá [email protected] eða í síma 420 4300.
Verkefnið er styrkt af Evrópu Unga fólksins, Keflavíkurkirkju og Kjalarnesprófastsdæmi.