Hægt að fækka slysum á börnum
Kvennasveitin Dagbjörg heimsótti á dögunum 198 heimili í Reykjanesbæ og gaf börnum sem fædd eru 2008 fingravin en það er klemmuvörn sem sett á á hurðar.
Foreldrar eða forráðmenn barnanna fengu bæklinga, einn frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg sem inniheldur upplýsingar um öryggisvörur fyrir heimili og annan frá Brunabót sem inniheldur upplýsingar um eldvarnir. Einnig var þeim færður gátlisti til að yfirfara öryggisatriði á heimilinu. Nokkrir voru heima eða voru fluttir. Þeir geta hringt í síma Kvennasveitarinnar, óskað eftir heimsókn og fengið gjöf.
Kvennasveitin vill minna foreldra á að fara yfir gátlistann. Með sameiginlegu átaki sé hægt að fækka slysum á börnum í heimahúsum.