Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hæfingarstöðin í Keflavík fær veglegar gjafir
Mánudagur 8. nóvember 2010 kl. 15:01

Hæfingarstöðin í Keflavík fær veglegar gjafir

Í vor bárust Hæfingarstöðinni við Hafnargötu í Keflavík styrkir til kaupa á flatskjársjónvarpi. Systrafélag Innri Njarðvíkurkirkju, Lionsklúbburinn Æsa, Lionessuklúbbur Keflavíkur, Fagræsting og Árni Jakob Óskarsson gáfu öll myndarlega peningaupphæð til kaupanna. Leitað var tilboða og keyptur 42” flatskjár ásamt “flakkara” frá fyrirtækinu Omnis í Keflavík. Þann 1. júní var styrkveitendum boðið til veislu þegar flatskjárinn var kominn í gagnið. Þjónustunotendur og starfsfólk Hæfingarstöðvarinnar vill færa öllum sem styrktu kaupin kærar þakkir fyrir veittan stuðning.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á myndinni eru fulltrúar gefenda og þjónustunotenda við afhendinguna.