Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hæfingarstöðin fékk glæsilegar jólagjafir
Miðvikudagur 14. desember 2011 kl. 11:46

Hæfingarstöðin fékk glæsilegar jólagjafir

Hæfingarstöðin sem er dagþjónusta fyrir fatlað fólk sem eldra en 16 ára fékk aldeilis glæsilegan jólapakka í gær. Reyndar voru pakkarnir nokkuð margir ef út í það er farið. Ýmis starfssemi fer fram í húsnæði Hæfingarstöðvarinnar að Hafnargötu 90m í Reykjanesbæ en þar er m.a. þæfð ull, máluð málverk og búin til afbrags chillisulta sem er til sölu í litlu búðinni, tilvaldar jólagjafir þar á ferð

Ferða- og skemmtinefnd Kvennfélagsins í Grindavík kom kom færandi hendi í heimsókn á Hæfingarstöðina í gær en þær ákváðu að styrkja starfsemina með góðum gjöfum. Þær Kvennfélagskonur fá iðulega listamenn til liðs við sig sem gefa listaverk sín sem svo eru seld á uppboði og ágóðinn gefinn í gott málefni. Þau Einar Guðberg, Berta Grétarsdóttir og Dagmar Róbertsdóttir gáfu listaverk að þessu sinni og safnaðist töluvert af fé.

Fanney St. Sigurðardóttir, forstöðuþroskaþjálfi Hæfingarstöðvarinnar, fékk leyfi svo frá kvennfélaginu til þess að gera sérstakan óskalista yfir hluti sem vantaði í búið. Á listanum var m.a. rafmagnsborvél, DVD-spilari, matreiðsluvél og fyrst og fremst var nauðsynlegt að fá saumavél. Saumavélin kom í hús í gær ásamt öllum hinum hlutunum og voru allir alsælir eins og sjá má á eftirfarandi myndum sem blaðamaður Víkurfrétta tók.

Fanney vill koma fram þakklæti frá okkur á Hæfingarstöðinni til ferða- og skemmtinefndar Kvenfélagsins í Grindavík og þeirra fyrirtækja sem styrktu verkefnið. „Þessi gjöf gefur okkur tækifæri til að bæta starf okkar og takast á við ný verkefni og efla okkur í vinnu.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stelpurnar í ferða- og skemmtinefnd Kvennfélagsins í Grindavík komu færandi hendi

Berta Grétarsdóttir gaf listaverk sitt til uppboðs

Sama gerði Einar Guðberg listamaður

Hérastubbur bakari úr Grindavík sá um bakkelsið



The Backstabbing Beatles sáu um að halda fjörinu uppi




Borðið svignaði undan gjöfum

Myndir/EJS