Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hæfileikahátíð grunnskólanna í Stapa
Miðvikudagur 9. maí 2018 kl. 15:00

Hæfileikahátíð grunnskólanna í Stapa

Hæfileikahátíð grunnskólanna í Reykjanesbæ var haldin í Stapa í dag og óhætt er að segja að það hafi verið mikið um dýrðir.

Glæsileg árshátíðaratriði frá öllum sex skólum Reykjanesbæjar voru sýnd ásamt því að dansarar frá dansskóla Bryn Ballett Akademíunnar og DansKompaní komu fram.
Á slíkum viðburði fá nemendur tækifæri til þess að sýna í alvöru sýningarhúsi með lýsingu og hljóði eins og best gerist. Hæfileikahátíðin er liður í Listahátíð barna í Reykjanesbæ og það var ekki annað að sjá að leikarar, söngvarar, dansarar og áhorfendur hafi skemmt sér vel. Halla Karen Guðjónsdóttir var kynnir hátíðarinnar og Rannveig Jónína, blaðamaður Víkurfrétta tók meðfylgjandi myndir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 

Hæfileikahátíð grunnskólanna