Hádegisverður í Bláa Lóninu til styrktar ÍF
Miðar seldust upp í fyrra.
Bláa Lónið verður með hádegisverð til styrktar og heiðurs Íþróttasambandi fatlaðra næstkomandi laugardag, 15. nóvember. Að þessu sinni fer viðburðurinn fram í Eldborg í Svartsengi. Allur ágóði vegna viðburðarins rennur til Íþróttasambands fatlaðra. Miðapantanir fara fram á [email protected].
Í fyrra seldist upp svo það er ráð að tryggja sér miða í tæka tíð. Innifalið í viðburðinum er einnig boðskort í Bláa Lónið fyrir þá sem bóka fyrir kl. 16:00 föstudaginn 14. nóvember. Hin vinsæla hljómsveit Klassart mun koma fram og flytja hugljúfa tóna.